03.11.2015 22:26

Vonandi verða þau sér og sínum til sóma.

 

Það er svo gaman að fá fréttir af hestunum sem flutt hafa til nýrra eigenda.

Á þessari mynd er hann Gosi vinur okkar frá Lambastöðum sem nú lifir í vellystingum í Ameríku.

Eigandinn og hann hafa náð frábærlega vel saman og gera það gott saman.

Mummi fer reglulega í heimsókn og fylgjist með þessu flotta pari.

 

Framtíðarsýn Gosadóttir flutti líka til Ameríku fyrir nokkrum dögum.

Hún á vonandi eftir að standa sig jafn vel og faðir hennar í nýju landi.

 

 

Þarna er Framtíðarsýn að vellta sér á nýja heimilinum og virðist bara nokkuð ánægð með sig.

 

 

Fáséð mín flutti líka og er nú í góðu yfirlæti hjá henni Marie okkar í Danmörku.

 

 

Hann Hrellir flutti líka þó ekki til útlanda og er nú dekur hestur í góðum málum.

 

 

Þarna er Hrellir og eigandinn að stinga saman nefjum.

 

 

Hún Viðja flutti líka í vor og lifir góðu lífi hjá nýjum eiganda.

Þarna eru skvísurnar saman á góðum degi. Þess má geta að Vilja er móðir hans Hrellirs.

 

 

Snörp litla Leiknisdóttir flaug til Danmerkur nýlega og nýtur vonandi lífsins þar.

Það er alltaf svo gaman að fá að fylgjast með hrossunum og vita hvernig þau eru að standa sig.

Þar sem ég hafði ekki myndir af fleirum þá læt ég staðar numið  að sinni.

Nú er bara að bíða eftir fleiri myndum og fréttum af þessum góðu vinum okkar.