04.02.2015 20:55

Kaldir þorradagar í Hlíðinni

Þetta er Baltasar frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Arður frá Brautarholti og móðir Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.

Myndin er tekin í mesta frosti vetrarins til þessa -11 gráðum.

Já myndatökudömunum var fórnað í frostinu.

 

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Gosi frá Lambastöðum, móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Óðinn frá Lambastöðum, faðir Sólon frá Skáney og móðir Fenja frá Árbakka.

 

Og síðast en ekki síst er hér mynd af Fleytu frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Stígandi frá Stóra-Hofi og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

Þessi mynd er tekin í kuldanum umræddan dag en þá var Mummi að fara á henni úti í þriðja sinn.

Fleyta litla sem er bara á fjórða vetri var sannarlega hestur dagsins, hún er bara spennandi.

 

Þegar hér var komið við sögu höfðu myndasmiðirnir gefist upp og horfið á braut.

En ég mun á næstunni halda áfram að kynna fyrir ykkur nokkur af þeim hrossum sem eru hér í tamningu og þjálfun.