07.10.2014 23:03

Guðdómlegur Hnappadalur enn einu sinni.

 

Kvöldroðinn var dásemdin ein og alveg í stíl við veðrið í dag, ekki slæmt að fá 14 stig hita í október.

Ég fór líka algjöran eðalreiðtúr í dag á gæðingi sem er bara engum líkur.

Sumir dagar eru bara einfaldlega miklu betri en aðrir.

 

 

Það þarf ekki málverk á veggi þegar þetta er útsýnið úr eldhúsinu.

Sparisjóðurinn minn óheppinn að vera ekki við gluggann í þetta skiptið.

 

 

Þessi fíni regnbogi spratt uppúr Kjósinni sennilega til heiðurs okkur Marie fyrir sérstök kartöfluafrek.

Að okkar mati erum við búnar að vera ansi duglegar í garðinum.

 

 

Næstum eins og gos, einstaklega fallegt skrautið hjá okkur þennan daginn.

Haustið getur verið einn fallegasti árstíminn ef að veðrið er til friðs.