30.09.2014 09:27

Kósý kvöld

 

Réttirnar eru tíminn til að æfa raddböndin og klappa gítarstrengjum.

Þarna eru Hjörtur og Mummi í góðum gír.

 

 

Góður smali og liðtækur gítarleikari, það er góð réttarblanda.

Haukur Skáneyjarbóndi er með þetta.

 

 

Já já og fleiri gítarleikarar spruttu upp og áður en yfir lauk urðu þeir held ég fimm.

Mummi, Hjörtur, Haukur, Skúli og Hrannar.

 

 

Þessar eru nú frekar mikið uppáhalds skal ég segja ykkur. Erla Guðný og Randi Skáneyjarfrú.

 

Lúxuxvandamál er að ég á fullt af fleiri myndum sem ég þarf endilega að sýna ykkur.