12.09.2014 10:15

Hitt og þetta frá nýliðinu sumri

 

 

 

 

 

Nei nei þessi mynd er ekki tekin í dag en góð samt sem upprifjun á því sem í vændum er. Þarna er forustuféð að leggja á fjall en þessi fjölskylda fær alltaf bílfar á staðinn sinn. Það er löng hefð fyrir því að húsfreyjan keyri gripina þegar allar þessar eru bornar og að sjálfsögðu fer Jói ekki út á undan öðrum fjölskyldumeðlimum. Það er svo algjört aukaatriði hversvegna.........................nei ekkert svo óþekkar sko. Sauðurinn Jói lítur yfir hópinn eins og systir hans Pálína en Litla-Pálína og Fótfrá kanna beitina. Þessi góði hópur heldur sig svo hér í hlíðinni fyrir ofan bæinn allt sumarið, bítur gras og æfir flóttaleiðir. Það er kannske ekki tilviljun að þetta svæði er smalað fyrsta daginn.....................

 

 

Það er alltaf gaman að renna yfir myndirnar sem teknar hafa verið í sumar og rifja upp. Þarna er Fríða María frænka mín að skoða eitthvað spennandi í tölvunni hjá Astrid. Marie og Maron fylgjast grant með.

Já það er oft þröngt í sófanum.

 

 

Þessar voru góðar saman, þarna er kjötsúpan borðuð með stæl.

 

 

Það komu líka margir skemmtilegir gestir í sumar sem við áttum góðar stundir með. Per er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur og núna kom hann með systir sína og mág með.

Spjalla um hross, spá í landsmótið og margt fleira skemmtilegt.

 

 

Salómon er nú oftast höfðingi heim að sækja en að hans mati eru gestir misskemmtilegir. Þessi unga dama var t.d mjög skemmtileg og alveg upplagt að vera með smá gestalæti og sýna sig.

Elva Rún og Salómon eru sko góðar fyrirsætur.

 

 

Maron tók góða þrifnaðar sveiflu í fjárhúsunum þegar tími gafst til.

 

 

......og árangurinn lét ekki á sér standa svo nú eru fjárhúsin ballfær fyrir réttirnar.

 

 

Maron var líka aðal ,,rúlluplastendafelarinn,, og svona var gengið frá endunum.

 

 

Það var oft gott veður í sumar þó ekki til að þurka þvott eða hey.

Daginn sem að þessi mynd var tekin var blíða af betra taginu.

 

 

 

Að ganga frá í eldhúsinu getur verið fjölbreytt starf................................og skemmtilegt.

Þessi tvö alveg með ´etta.

 

 

Þessar kunnu að njóta blíðunnar enda góðu vanar úr Danmörkinni en því miður var ekki oft veður fyrir svona klæðnað í sumar.

 

 

Ferðahóparnir sem fór hér í gegn voru nokkrir, þessir góður grannar fengu frábært veður.

 

 

Það er mikið talað um eldgos þessa dagana, þarna lúrir ein sem einhverntíman hefur nú gosið myndarlega. Gullborgin er ósköp sakleysisleg þar sem hún kíkir uppúr hrauninu.

 

 

Við fórum líka í veislur t.d voru þessar flottu frænkur eldhressar í síðustu afmælisveislu.

 

 

Þessar voru líka í veislunni og skemmtu sér bara vel.

Já Lóa og Fríða er nauðsynlegar í stelpuafmæli.

 

 
Þessi tvö voru með okkur í fermingaveislu í vor, litli bróðir og Svandís Sif.

 

 

Þessar dömur voru líka í veislu Gulla og Mamma.

 

 

Þetta er drengirnir sem voru að fermast Magnús Hallsson og Magnús Már Hrannarsson.

 

 

Pabbarnir og amman, Hrannar, Gulla og Hallur.

 

 

Mömmurnar Björg og Ósk nú eða Ragnhildur eða Ingibjörg.

 

 

Þessi mynd sem tekin var í fermingaveislunni í vor er mikið uppáhalds hjá mér. Þarna er þær Daniela og Dúna sem voru alltaf svo miklar vinkonur. Hennar Dúnu verður sárt saknað.