13.08.2014 23:13

Geðprýði er dásamleg........ekki bara hjá konum.

 

Þessar flottu skvísur voru alveg til í að sitja fyrir á svo sem eins og einni mynd.

Hryssan Auðséð er 4 vetra gömul undan Karúnu minni og Sporði frá Bergi. Hún hefur að mínu mati ýmislegt með sér þessi og er svona ykkur að segja í frekar miklu uppáhaldi hjá húsfreyjunni.

Já það er ekki bara liturinn þó flottur sé sem gerir þessa sérstaka.

 

 

Við sama tækifæri smellti ég líka mynd af þessu pari en þarna eru þau Mummi og Ósk frá Miðhrauni.

Ósk er 5 vetra, faðirinn er Eldjárn frá Tjaldhólum. Þarna er á ferðinni flugrúmur töltari af betri gerðinni.

 

 

Svo var tekinn góður sprettur á Snekkjunni áður en hún fór í frí uppí fjall.

Það verður ekki leiðinlegt fyrir Mumma að fá undan þessari og Konsert frá Hofi á næsta ári.

Eins gott að allt gangi vel, það er svo sem ekki alveg sjálfgefið í hrossaræktinni.

 

 

Þessi höfðingi hann Sparisjóður minn er orðinn nokkuð góður í löppinni eftir hremmingarnar s.l vor.

Hann hefur verið svo heppinn að hafa nóg að gera við að sinna hryssum í sumar. Nú er hinsvegar farið að róast því að flestar hryssurnar eru farnar heim og törnin frá.

Sparisjóður á góðar vinkonur sem auðvita litu við í girðingunni hjá honum í sumar. Þær þekkja Sparisjóðinn vel og hafa prófað kappann en í síðustu heimsókn var einmitt litið á afkvæmin.

 

 

Þessi dama prófaði Sparisjóð með góðum árangri í fyrra en nú var komið að afkvæmunum.

Þarna er hún að prófa hana Hniðju sem einnig er undan Tign minni frá Meðalfelli.

 

 

Já þeim samdi bara ljómandi vel þessum enda báðar ungar og efnilegar.

 

 

Og auðvita varð hin litla tamningakonan að taka út gripinn.

Takið eftir svipnum bæði á hryssunni og dömunum, svo kátar hvor með aðra.

Verð bara að segja ykkur að gott geðslag er gulli betra þegar puðað er í tamningum stóran hluta ævinnar.

Látið mig þekkja það ;)