26.07.2014 23:00

Nokkrar kátar hryssur.

 

Þessi elska skemmtir okkur oft og mikið verður dagurinn góður eftir reiðtúr á henni.

Hún er eiginlega að verða alveg uppáhalds hjá mér og reyndar fleirum.

Þarna eru þau Mummi í góðum gír.

Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð 5. vetra gömul undan Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð og Adam frá Ásmundarstöðum.

 

 

Bára frá Lambastöðum er skemmtileg hryssa og mikið er hún stundum lík honum Gosa hálfbróður sínum.

Bára er 5 vetra undan Arði frá Brautarholti og Tinnu frá Lambastöðum.

 

 

Þessi hryssa Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð er dóttir Gosa frá Lambastöðum og Upplyftingar frá Hallkelsstaðahlíð. Þarna er hún í léttri sveiflu hjá henni Astrid á góðum degi. Lyfting er 6 vetra gömul.

 

 

Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð faðir er Gosi frá Lambastöðum og móðir Sunna frá Hallkelsstaðhlíð.

Á myndinni eru þær bara kátar hún og Astrid. Framtíðarsýn er 7 vetra gömul.