28.06.2014 11:23

Folöldin hans Ölnirs

 

Þessi flotti hestur fæddist um Jónsmessuna móðir er Rák frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Ölnir frá Akranesi. Hún Astrid er eigandi folaldsins sem hlotið hefur nafnið Dani frá Hallkelsstaðahlíð.

Það var skemmtilega hugmynd að kalla hann Dani því hvað er betur við hæfi þegar eitthvað rautt og hvítt fæðist í eigu danskfæddrar dömu.

 

 

Þarna er hann Lokkur frá Hallkelsstaðahlíð nýfæddur. Lokkur er undan Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Ölnir frá Akranesi, það síðast sem fæðist undan honum þetta árið hér í Hlíðinni.

 

 

Létt fer gjarnan eins hátt uppí fjall og hún getur þegar hún kastar en er samt róleg þegar komið er til hennar að skoða afkvæmið.

 

 

Kapteinn litli Skútu og Ölnirsson er orðinn stór og brattur, honum finnst þessir litlu bræður sínir ósköp barnalegir. Hann er núna kominn með mömmu sinni í hólfið hjá honum Káti mínum en þar verða lögð drög að nýjum vonum.

 

 

Nú er loksins komið nafn á þessa dömu en hún hefur hlotið nafnið Andvaka frá Hallkelsstaðahlíð.

Andvaka Ölnirs hljómar það bara ekki ljómandi vel ?

Þær mæðgur Karún og Andvaka láta sér fátt um finnast en húsfreyjan er mjög ánægð með nafnið.

Oft fæðast góðar hugmyndir á andvökunóttum og því trúi ég því staðfaslega að eitthvað gott hafi fæðst þegar sú litla fæddist.

Nú eru þær mæðgur komnar út að Bergi þar sem Karún hittir Múla frá Bergi sem vonandi er góður að búa til hryssur. Múli er undan Kappa frá Kommu og Minningu frá Bergi. Spennandi foli með 8.51 fyrir byggingu.