21.09.2013 10:12

Dagur tvö.....og líka þrjú



Dagur tvo var nýttur til að smala Oddastaðaland og á myndinni hér er hluti landgaunguliðana.
Smalamennskan gekk vel með vöskum mannskap í samstarfi við Hraunholtabændur.
Þar sem húsfreyjan er óðum að tæknivæðast koma myndirnar sem teknar voru af þeim sem fóru ríðandi síðar. Já ekki hlægja þeir sem til þekkja..... er að ná þeirri tækni sem var við líði seinnt á síðustu öld eða þannig ;)



Það er bannað að týnast svo að allir voru mjög sýnilegir.



Dagur þrjú var svo tekinn með tromp og þarna er Oddastðabræður að borða skyrið áður en lagt er af stað til fjalla.



Þessi hjú eru ávallt spræk og það klikkaði ekki frekar en venjulega í gær þegar barist var við skjáturnar að norðan verðu.



Ég veit ekki hvort það var smalafræði eða hrossarækt sem þarna var rædd en merkilegt hefur það örugglega verið. Skúli, Haukur og Óskar.



Þessi sáu til þess að allir fengu nóg að borða og höfðu ,,heimsyfirráð,, í eldhúsinu.
Lóa, Stella og Hallur Á........
Þess má geta að Hallur vippaði sér úr hlutverki yfir Dýjadalafyrirstöðusmala í eldhúsið.
Þið megið svo geta hvort þetta er tannbustinn eða hvort hann er að syngja í ,,mikrafón,,
Gott að vera fjölhæfur.



Ragnar var að sjálfsögðu mættur í réttirnar og þarna er hann með tvær uppáhalds Astrid og Randi Skáneykjarhúsfrú.



Já já það eiga fleiri eitthvað uppáhalds og mikið rosalega er gaman hjá þeim.

Þetta er bara smásýnishorn sem ég smelli hér inn núna en væntanlegt er meira myndefni og að sjálfsögðu fróðleikur um gang mála þessa annasömu daga.
Ekki örvænta smalar góðir þó svo að allir hafi ekki fengið af sér mynd í dag, þær koma trúið mér.

Við rekum inn kl 9 í fyrramálið og réttum hér heima, þeir sem hafa áhuga á að kíkja á okkur og borða með okkur kjötsúpu eru hjartanlega velkomnir.

Sjáumst í stuðinu.