02.07.2013 22:05

FjórðungsmótsfiðringurÞar sem Fjórðungsmótið á Kaldármelum er handan við hornið fannst mér við hæfi að smella hér inn einni mynd sem ég held mikið uppá. Myndin er tekin af hópreiðinni árið 1992.
Olil Amble og Mugga frá Kleifum, ég og Jarpur frá Hallkelsstaðahlíð, Kolbrún Grétars og Pjakkur frá Hvoli.
Í aftari röð eru heiðursdömurnar Ólöf í Nýja Bæ og Arndís Þorsteinsdóttir frá Ystu-Görðum.
Já þarna voru hjálmar ekki í hávegum hafðir og hópreiðin vinsæl og fjölmenn sýning.Þessi mynd er tekin á afmælismóti Hestamannafélagsins Snæfellings á Kaldármelum.
Þarna eru nokkrir af þeim sem gengt hafa formennsku í Snæfellingi, fv Bjarni Alexandersson, Stakkhamri, Haukur Sveinbjörnsson, Snorrastöðum, Ragnar Hallsson, Hallkelsstaðahlíð, Sólrún Júlíusdóttir, Stykkishólmi, Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi, Hallur Pálsson, Naustum og Sigrún Ólafsdóttir (húsfreyjan) Hallkelsstaðahlíð.Þessi mynd er líka tekin á afmælismótinu, þarna er þáverandi stjórn félagsins með glaðning sem félagið fékk í tilefni afmælisins.
Fv Illugi G Pálsson, Brynja Jóhannsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Sigrún Bjarnadóttir og Sigrún húsfreyja Ólafsdóttir.

Alltaf gaman að gramsa í gömlum myndum.

Eins og áður sagði þá er Fjórðungsmótið á Kaldármelum að byrja á morgun svo það er kominn spenningur í liðið. Harpa vinnukonan okkar ríður á vaðið og keppir í ungmennaflokki snemma í fyrramálið.Við segjum bara áfram Harpa og Blesi, koma svo :)

Svo er aldrei að vita nema það komi folaldamyndir á morgun.