11.05.2013 14:07

Allt á fullu í fjárhúsunum



Hér er hluti af liðinu sem mætti til okkar um helgina til að hjálpa okkur í sauðburði.

Það eru búnir að vera líflegir dagar og nætur síðan sauðburðurinn fór á fullt hér í Hlíðinni.
Við fórum með hluta af geldfénu út í gær og sennilega fer afgangurinn af því út á morgun, eins gott að hafa nóg af plássi.
Veðrið hefur verið mjög gott síðustu daga eða alveg eins og ég vil hafa það á þessum tíma, rigning, hlýtt og hægur vindur. Það er ótrúlegt hvað hefur grænkað síðust daga, þökk sé vætunni. Framundan slóðadraga, girða og svo að huga að áburði og vona að þetta séu ekki síðustu droparnir þangað til í júlí.

Köstunarhólfið fyrir hryssurnar er klárt og verða þær settar þangað á næstu dögum.