17.04.2013 11:12

Hann veit nú margt.........Það hefur  blásið ansi hressilega síðustu daga hér í Hlíðinni og lítið lát þar á.
Á myndinni hér að ofan er Mummi á Gangskör minni sem er hryssa á fjórða vetri, undan Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð og Adam frá Ásmundarstöðum. Blásturinn var svo mikill að það er engu líkara en taglið og faxið sé allt fokið af Gangskör minni en hún lét rokið ekkert á sig fá.Þessi kappi er nú kátur þegar tekinn er reiðtúr út í víðáttuna og spáir hvorki í vindinn né fylgi stjórnmálaflokkanna. Veit þó vel að léttara er yfir húsfreyjunni þegar vel gengur á ákveðnum vígstöðum.  Að öðrum hestum ólöstuðum þá er þessi nú svolítið uppáhalds hjá húsfreyjunni og kannske fleirum, enda hefur Mummi skellt sér í reiðtúr þegar ég var ekki heima.
Sparisjóður veit að hann er uppáhalds en fer vel með það.

Já hann veit ýmislegt hann Sparisjóður minn :)

Þó svo að það sé ,,sultardropaveður,, í Hlíðinni þennan daginn gæti það svo sannarlega verið verra.  Njótið dagsins.