21.02.2013 22:00

Assan



Þessa skemmtilegu mynd fékk ég um daginn en hún er af Össu ,,okkar,, og Sören Madsen.
Myndin er tekin á Danska meistarmótinu 2001 en þar kepptu þau í tölti með góðum árangri.
Assa var í miklu uppáhaldi hjá Sören enda fyrsti keppnishesturinn hans. Assa var undan Fáfni frá Fagranesi og Trillu en Assa fórst því miður fyrir nokkru síðan.
Á myndinni finnst mér  hún nokkuð lík Skútu systur sinni sem er ein af okkar uppáhalds.
Ég vil benda ykkur á að þið getið skoðað síðuna hjá honum Sören með því að smella á nafnið hans hér í tenglasafninu á síðunni.

Enn er blíða hér í Hlíinni og frábært útreiðaveður sem vel var nýtt í dag eins og reyndar alla síðustu viku. Fyrirmyndarhestur dagsins var Bára litla frá Lambastöðum, dóttir Arðs frá Brautarholti og Tinnu frá Árbakka.