06.02.2013 21:59

Kattasmölun og ýmislegt fleiraAlmættið bauð uppá listaverk þegar lagt var uppí fyrsta reiðtúr dagsins í morgun.

Já dagurinn var skemmtilegur, blíða og riðið út myrkranna á milli, hrossin skemmtileg og þá er flest gott.  Það er munaður að búa í fjöllunum á svona dögum og reyndar alltaf.

Ég prófaði svo skemmtilegan hest í dag að ég er enn skýjum ofar, já já fyrir ofan þessi rauðu þarna á myndinni. Það er svo gaman að fá svona tilfinningu og svona tilfinningu fær maður ekki nema bæði hestur og knapi séu í stuði. Þegar ég rifjaði upp hvaða hestar sem ég hefði prófað væru bestir fór ég líka að hugsa um það hversu marga hesta ég hefði prófað í lífinu.
Ég komst að því að ég hef ansi marga hesta til að miða við allavega nokkuð mörg hundruð.
Mikið samgleðst ég eigandanum það er ekki sjálfgefið að eignast svona grip.Það má segja að ólíkt hafist þær að tíkurnar Snotra og Freyja þegar þær eru í fjárhúsunum.
Snotra er sálufélagi Vökustaurs sem er upprennandi kynbótahrútur................ og notar öll tækifæri til að játa honum ást sína, knúsa og kjassa.Freyja er hins vegar eins og ónefndur þingflokkur...................... og hamast við að smala köttum. Hvort kisa er flokksbundin er ekki alveg ljóst en...........................................hún gefur ekkert eftir og vill hafa sitt að segja í ,,stjórnar,, samstarfinu.
Sennilega er kominn einhver kostningaskjálfti í liðið nú eða þorrablótstitringur :)