31.01.2013 23:09

Þetta er nú bara án tiltils
Góður dagur með skemmtilegum hestum og ágætis veðri, yfir hverju getur maður þá kvartað?

Það er ýmislegt framundan sem vert er að huga að svo sem hundahittingur, þorrablót og folaldasýning. Að ógleymdum öllum mótunum sem vonandi svala keppnisþrá hestamanna eftir bestu getu. Það hefði svo sem verið gaman að smella sér í Ölfushöllina og sjá fyrsta mót vetrarins sem haldið var þar í kvöld. En við sem eigum svona langt að fara bíðum bara spennt eftir því að Samúel Örn komi með sýnishorn á RUV.

En við þyrftum nú líka að bruna í Skagafjörðinn við tækifæri og líta á Astrid og hestana sem hún fór með norður eftir áramótin. Gaman að sjá hvernig gengur hjá dömunni.
Astrid fór með Fáséð mína Baugs og Óðinn Sólons sem er í eigu þeirra Lambastaðabænda.

Enn finn ég skondnar myndir í gömlum kössum........................................svona vorum við nágrannakellurnar ,,virðulegar,, þegar við hittum bekkjarfélaga okkar fyrir nokkrum árum. Bannað að hlæja :)
Ég á samt ennþá nokkrar gamlar myndir sem ég veit að þið munið hlæja að ef að ég hef einhverntíman kjark til að setja þær hér inn:) Já hárgreiðslurnar eldast misvel og spurning hvenær tímabært er að dusta rykið af permómyndunum:)