22.11.2012 22:31

Gaman að gömlum myndum


Það er alltaf svo gaman að skoða gamlar myndir maður finnur alltaf eitthvað skemmtilegt.
Þarna er Mummi að spekja Mósart Otursson og ekki að sjá annað en það fari vel á með þeim.Það voru margir ungir knapar sem nutu þess að þjálfa Gjóstu gömlu enda var hún vinsæl og notadrjúg. Þessi mynd segir okkur svo sannarlega að hestamennska er skemmtileg.
Þarna er Mummi að keppa á Gjóstu í barnaflokki á afmælisdaginn sinn þegar hann varð 7 ára.
Knapinn kammpakátur í Dúnupeysu og Nokíastígvélum.

Það hefur verið næðingur og þá er kalt en allt stendur þetta til bóta og nú er bara að bíða eftir næstu blíðu. Og þá skulum við njóta.

Mummi er floginn til Svíþjóðar einu sinni enn og er þar í góðu yfirlæti eins og vant er.
Skemmtilegir nemendur sem eru áhugasamir um að bæta sig í hestamennskunni.
,,Gamla,, leikur lausum hala í hesthúsinu á meðan og skemmtir sér bara ljómandi vel.

Rúningur á kindum er frá en lömbin eru reyndar eftir og er það verkefni húsbóndans næstu daga. Enn eru væntingar í gangi með að finna fleira fé og hlýtur sá draumur að verða að veruleika fyrr en varir.