28.10.2012 22:17

Heillandi HjaltadalurAstrid með tryppin tvö Tuma frá Enni og Gyllingu frá Sveinatungu sem hún hefur tamið á Hólum síðustu vikurnar.

Við brunuðum norður að Hólum í gær til að sjá sýningu annars árs nemenda sem voru að skila af sér tamningatryppunum. Nemendurnir hafa síðust ca 7 vikur frumtamið og þjálfað þrjú hross og nú í vikunni var lokaprófið með þau.
Astrid stóð sig með mikilli prýði og getur svo sannarlega brosað breytt yfir árangrinum.
Það var gaman að koma að Hólum í gær krakkarnir stóðu sig með miklum glæsibrag sýndu tamningatryppin sín vel og andrúmsloftið var gott.
Margir spennandi gripir voru að taka sín fyrstu sýningu og eflaust eru þau mörg sem við eigum eftir að sjá síðar við hátíðleg tækifæri.
Þar er sérstaklega ein brún hryssa sem heillaði mig mikið.Síðasta knúsið allavega í bili.................Það er samt ekki öll nótt úti með það að hitta tamningatryppin sín aftur.......
Þarna eru Ötull frá Hólum og Mummi einmitt að rifja upp gömul kynni en Mummi frumtamdi Ötul þegar hann var á öðru ári.Fann þessa gömlu mynd þegar Ötull og Mummi voru ,,ungir,, yngri.Eins og þið sjáið var alveg glæra á vellinum en hestar og knapar létu það ekki á sig fá.
Þarna er Astrid með þjálfunarhestinn Hrannar frá Gígjarhóli.Þarna ræðast þau við Astrid tamningakona og hesteigandinn, ekki annað að sjá en það fari vel á með þeim.Þau voru brosmild og sæt þessi sem stilltu sér upp með Mumma í hesthúsinu á Hólum.
Einstaklega svipfallegur reiðkennarahópur Steini Björns, Sigvaldi Lárus og Þórdís okkar Anna.
Já það var gaman að koma ,,heim að Hólum,,