19.10.2012 10:13

Örfréttir



Það er nóg um að vera og ekkert lát á því skal ég segja ykkur.

Frábær haustfundur Hestaíþróttadómarafélagsins var haldinn í gær. Hafrún Kristjánsdóttir ,,boltakona,, og sálfræðingur flutti stór gott erindi, síðan var farið yfir ýmiss mál sem tengdust dómsstörfum síðasta árs. Góð stund með skemmtilegu fólki.
Stjórn og fræðslunefnd HÍD'Í á þakkir fyrir gott framtak.

Góðar fréttir af Mummanum í Svíþjóð en í dag hefst mikil helgartörn í kennslu, bara spennandi.

Í dag er það svo Landsþing hestamanna sem nú er haldið í Reykjavík.
Og um helgina er ýmislegt annað á döfinni svo sem hrútasýning, afmælisveisla og margt fleira.