06.10.2012 22:00

Sagan af söðlinumSalómon yfirheimilisköttur velur sér gjarnan uppáhaldsstaði til að leggja sig og njóta hvíldar eftir erfiðar nætur. Staðurinn sem nýtur mestra vinsælda um þessar mundir er söðullinn minn. Mig grunar að þetta séu dulin skilaboð um að ég noti söðulinn ekki nóg og með þessu móti sé Salómon að leggja sitt af mörkum til þess að húsfreyjan fari að nota sparigripinn sinn meira.
Svona til gamans þá er þessi söðull síðasti söðullinn sem Markús Jónsson, söðlasmiður á Borgareyrum smíðaði.  Markús var kominn yfir áttrætt þegar ég hafði fyrst samband við hann og bað hann að smíða fyrir mig söðul. Hann svaraði því þá til að hann væri hættur að smíða söðla hefði smíðað sinn síðasta söðul fyrir Guðrúnu Sveinsdóttur á Varmalæk. En það var einmitt í gegnum hana sem ég hafði uppá Markúsi. Það var svo í lok apríl árið 1986 sem að ég fæ símtal frá Markúsi. ,,Sæl frú Sigrún ! ætlar þú ekki að fara að láta sjá þig og sækja söðulinn þinn?,,
Mér svelgdist á og fékk háfgert tungubasl þar sem ég var búin að sætta mig við að eiganst engan söðul. Allavega ekki smíðaðan af Markúsi á Borgareyrum.
En Markúsi var full alvara og daginn eftir var brunað austur og söðullinn sóttur. Þessi heimsókn að Borgareyrum var hreint ævintýri og móttökurnar frábærar.
 Viðmótið, veitingarnar og vísurnar.
Ég bamb ólétt og ekki líkleg til að smella mér í söðul á næstunni en útaf því man alltaf hvað söðullinn er gamall. Já Mummi minn og söðullinn þeir eru jafngamlir.
Eftir þetta vorum við Markús miklir mátar og spjölluðum oft saman í síma.
Markús lést rétt um tveimur árum eftir að ég fékk söðulinn.
Ég hugsa alltaf með hlýju til Markúsar og minnist okkar skemmtilegu samskipta.


Enn var smalað í dag og nú vorum við farin að nefna þetta bröllt eftirleitir.
Eftirleitir hljóma svolítið eins og sjáist fyrir endann á einhverju sem að getur gert gæfumuninn þegar á reynir. Veðrið var ekki eins gott og í gær þar sem nokkrar dembur skullu á mannskapnum í dag. En myrkrið var jafn svart og í gærkveldi................

Á morgun er það svo innrekstur og sundurdráttur, Vörðufells og Mýrdalsréttir.
Alltaf fjör í Hlíðinni.