05.10.2012 22:23

Ástarseiður kominn í hús



Smala, smala , smala............ já Hnappadalurinn var Guðdómlegur í dag eins og reyndar alltaf.

Sól, logn og algjör blíða var það sem boðið var uppá í smalamennskunni í dag mér til mikillar ánægju. Þarna er ,,mannskapurinn,, að skanna svæðið og búast til atlögu við kindurnar.
Þetta er þriðji dagurinn í röð sem við erum að smala en morgundagurinn veður sennilega sá síðasti í bili að minnsta kosti.
Á svona dögum er dýrðarinnar dásemd að vera uppí fjalli og algjörlega ólýsanlegt að upplifa kyrrðina og friðinn sem þar er. Ekki skrítið þó að kindurnar vilji vera þar sem lengst.
Mannbætandi meðferð í boði íslensku sauðkindarinnar.



Hún Bekký okkar fór heim til sín í dag en kemur vonandi aftur til okkar í ferbrúar.
Þarna eru hún og Salómon að kveðjast en þau hafa verið mestu mátar og vinir.
Takk fyrir samveruna Bekký.......sjáumst:)

Það var líflegur dagurinn í gær með smalamennsku, örmerkingum á öðrum bæjum og hrútaskoðun.
Já já ég sagði hrútaskoðun og jafnvel meira.............
Kella brá sér af bæ og verslaði sér eitt stykki kynbótahrút og sennilega munaði bara hársbreydd að þeir yrðu tveir.
Já hann Ástarseiður er kominn í hús........nei nei það er ekki víagra eða freyðibað það er hrútur kæru vinir.
Ég sem sagt brunaði til hans Ásbjörns frænda míns í Haukatungu og verslaði af honum hrút.
Glæsigripur með fallegar tölur, hold og ættir, myndir koma síðar.

Það var síðan í gærkveldi sem ég komst í aðra hrútaskoðun en það var hjá þeim hjónum á Dunki. Þar sá ég marga flotta hrúta af spennandi kyni sem gaman væri að sjá  hvernig kæmu út í okkar fé.
Ég á einn góðan hrút frá þeim svo að ég var komin á mjög ,,hættulegt,, stig þegar ég rauk hrútlaust heim skömmu eftir miðnætti. Með engan hrút af þeim bæ..........

Og vitið þið hvað ???? dagurinn endaði með örstuttu heklunámskeiði í sófanum heima.