20.09.2012 22:46

Oddastaðasmalamennska



Það var fallegt í morgun glaða sólskin og hægur vindur, Góður dagur til að smala.



Hér eru nokkrir vaskir smalar sem fóru fótgangandi upp Bæjarganginn og uppá Múla.
Þarna eru þau eldhress og ekki létu þau illa af sér í kvöld þrátt fyrir langan dag og nokkuð erfiðan.
Já dagurinn bauð þeim uppá klettaklifur, blíðu, rigningu og óþekkar kindur.



Þessir riðu upp Brúnabrekku og niður að Oddastöðum, hafa allir gert það áður og jafnvel oft.



Og svona var veðrið um miðjan daginn svona áður en fór að rigna á okkur.
Mun fleiri smalar tóku þátt í smalamennskunni en ekki náðust myndir af þeim öllum.
Við fengum á annað hundrað kindur úr þessari smalamennsku sem telst nokkuð gott þar sem búið var að smala hluta af Oddastaðalandi áður..

Nú er bara að búast við góðu veðri á morgun og trúa því að veðurfræðingar geti stundum logið.