18.09.2012 22:00

Mýrdalsrétt

Nei nei þetta er ekki Dressmann auglýsing en þeir kæmu nú samt sterkir inn ef  við færum að gefa út almanak eins og sumir starfsbræður okkar.

Mýrdalsrétt var í dag og þá var þessi mynd tekin af þeim bændum Sigurði í Krossholti, Þorkeli frá Miðgörðum, Albert á Heggstöðum og Jónasi á Jörfa.
Já það var gott veðrið í réttinni í dag, eins og reyndar í fyrra líka. Til að rifja það upp þá er hægt að skoða myndir þaðan undir flipanum myndaalbúm hér á síðunni.Það voru líka skvísur við réttarvegginn, Kristjana á Skiphyl, Helga í Haukatungu og Dúddý.Þessi bóndi var að skoða fjárhópinn sinn í góða veðrinu, Brynjúlfur á Brúarlandi.Þessir tóku eftur á móti í nefið og síðan hefur væntanlega komið hressileg hreppstjórasnýta.
Gísli ævinlega hreppstjóri okkar Kolhreppinga og Steinar i Tröð.

Það var gaman að koma í Mýrdalsrétt í dag hitta sveitungana og njóta blíðunnar.