11.09.2012 22:24

Réttar......dagsetningarnar 2012



Hér er þrumað ,,rollurokk,,  með kindalegu ívafi sem án nokkurs undirbúnings getur þróast í jass, hipphopp nú eða hvað sem er. Nú er að rifja upp og vera klár í réttarsönginn góða.
Það styttist nefninlega ótæpilega í réttirnar með öllu því tilstandi og fjöri sem þeim tilheyrir.

Hér læt ég fylgja með skipulagið okkar hér í Hlíðinni fyrir þessa fjörugu viku.

Miðvikudagur 19 september smala inní hlíð og útá hlíð.
Fimmtudagur 20 september smala Hlíðarmúla og lauma sér í Oddastaðafjallið.
Föstudagur 21 september aðalsmalamennskan Hlíðar og Hafurstaðaland.
Laugardagur 22 september Vörðufellsrétt á Skógarströnd.
Sunnudagur 23 september Rekið inn kl 9-10 hér í Hlíðinni og réttað.  Vigtað og sláturlömb sett út.
Mánudagur 24 september sláturlömb rekin inn og farið í gegnum hópinn.
Þriðjudagur 25 september lömb fara í sláturhús.
Miðvikudagur 26 september húsfreyjan bíður spennt eftir vigtarseðlinum sem veldur annað hvort gleði eða sorg.

Allir áhugasamir og góðir smalar velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur.




Aðferðirnar við leitir eru misjafnar og miserfiðar, t.d þurfa ekki allir að geta þetta sem mæta í fjörið. En það er gott að geta bjargað sér ef á þarf að halda.



................og sumir gripir er líka óþekkari en aðrir þegar að leitum kemur en aðrir eru bara mættír í túnið full tímanlega.........nefnum engin nöfn en fyrstir ,,stafurinn,, er Golsa.

Já nú er það réttar undirbúningurinn sem kominn er á fulla ferð svona að flestu leit.

Ef að allt gengur upp nú í kvöld klárast að koma hánni í plast þetta árið. Þá er bara eftir að keyra heim nokkra tugi af rúllum og að því loknu eru það töðugjöldin.
Nýjustu rúllutölur eru orðnað ásættanlegar og bæði meiri og betri hey heldur en í fyrra.
Það er nú samt þannig að þegar maður heyrir fréttirnar að norðan þá er ekki laust við að stærri rúllustafli væri það sem mig dreymdi um.

Hér hefur verið rokið í skítmokstur þegar ekki hefur viðrað í  háarheyskap og er nú haughúsið í stóru fjárhúsunum orðið nærri tómt. Búið er að bera á flest túnin og búa til stóran haug sem gott verður að dreifa úr í vor. Minni fjárhúsin og svokallað merahús bíða þar til seinna í haust. Það eru mikil verðmæti í skítnum og eins gott að nýta hann eins og kostur er.

Tamningatryppin týnast nú heim hvert af öðru og verða mörg í fríi á meðan við stússum í kindum. En söluhestarnir verða skammt undan og haldið áfram að þjálfa þá, það eru síðan smalahestarnir sem munu eiga annríkt á næstunni.