23.07.2012 20:54

Hamraði aðeins á lyklaborðiðSkriða frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Arður frá Brautarholti, móðir Dimma frá Hallkelsstaðahlíð.Melkorka frá Steinum, faðir Blær frá Torfunesi, móðir Orka frá Steinum.

Já myndirnar koma þegar netsambandið leyfir...................

Það var kalsalegt í dag ekki ,,nema,, 11 stiga hiti en það þykir nú ekki mikið m.v síðustu vikurnar og 7 stig að kveldi það er ólöglegt.
Við erum sennilega að verða svolítið vandlát og kröfuhörð við veðuryfirvaldið.
Draumavinnuveðrið mitt er það vind og hitastig sem gerir mér kleift að vera í flíspeysu og reiðbuxum án vandræða. Sólbruni og kal eru óvinir hestamannsins og húsfreyjunnar.

Hestaferðahópar og gönguhópar hafa verið hér á ferðinni síðustu daga og nóg um að vera.
Ég samgleðst alltaf hestaferðafólkinu því ég veit hvað er gaman í hestaferðum en að göngufólkinu dáist ég vegna þess að ég hef ekki enn byrjað (nennt) að stunda þá íþrótt nema með kindur eða hross á undan mér. Ég er því algjörlega ófær um að blanda mér í fésbókar umræðurnar þar sem kynsystur mínar keppast við að telja upp fjallatoppana sem þær hafa klifið. Og þó..... ég hef svo sem bröllt heilmikið en ekki með ,,stuðningi,, fésbókarinnar meira svona sauðkindarinnar.

Við fengum skemmtilega heimsókn í síðustu viku þegar Brávallabóndinn og frú birtust hér einn morguninn. Eins og vera ber var spjallað um hesta og margt annað áhugavert efni.
Alltaf svo gaman að spjalla við menn sem þora og geta haft skoðanir á hestamannasamfélaginu án þess að nokkur beri skaða af.
Sendingin sem ég fékk þegar bóndinn var kominn norður aftur var algjörlega óborganleg.
En eitt er víst þegar hann hefur gefið út ævisöguna þá verður hún fljótt komin á náttborðið með stóðhestablaðinu og hrútaskránni..... takk fyrir komuna heiðurshjón Reynir og Margrét.Freyja litla fjárhundur er ,,mætt,, til vinnu og tekur starf sitt alvarlega túnrollunum til mikillar skelfingar.
Í hennar starfslýsingu eru engin svik, hik eða hangs bara orka, æði og þor.
Eigandinn gerir sitt besta til að halda verkstjórastöðunni en hver veit hvenær valdarán verður framið?