27.05.2012 13:33

Mummi útskrifaður reiðkennariSíðast liðinn föstudag brunuðum við norður að Hólum til að vera við útskrift frá reiðkennaradeild skólans. Tíu flottir reiðkennarar útskrifuðust og á myndinni hér fyrir ofan eru þau að hefja reiðsýninguna sem þau buðu uppá. Veðrið var aðeins að stríða þeim hlýtt en hífandi rok sem mér skylst að sé mjög sjaldgæft á Hólum.
Innilega til hamingju með árangurinn krakkar þið eru glæsileg.Við vorum afar stolt af Mumma sem þarna er á honum Daníel frá Vatnsleysu en Jessíe og Hörður Óli á Vatnsleysu sáu til þess að við þurftum ekki að keyra hesta norður fyrir sýninguna. Takk fyrir lánið á honum Daníel.
Á næstunni smelli ég inn myndum af Mumma og hestunum sem hann þreytti prófið á þeim Gosa frá Lambastöðum og Krapa frá Steinum.Við eignum okkur nú mikið í þessum köppum enda annar sonurinn og hinn ja við eigum allavega heilmikið í honum Helga. Þarna eru þeir búralegir kallarnir og bara flottir í jökkunum góðu.Þarna er yfirkennari reiðkennaradeildar Þórarinn Eymundsson að hemja FT fánann í rokinu, já það blés í Hjaltadalnum þennan daginn. Sveiflan líkist svolítið golfsveiflu :)

Ég tók heilmargar myndir og geri þessum viðburði betri skil síðar bæði í máli og myndum.