06.05.2012 12:01

Snjór, spretta og allt hitt



Um leið og ég skaust heim úr fjárhúsunum til að setja hrygginn í ofninn ákvað ég að taka nokkrar heimildamyndir um sprettu og snjóa.
Svona líta tjaldstæðin út í dag, farin að grænka vel en snjórinn er nokkuð mikill í Tindadölunum.



Nýræktin orðin falleg á litinn og svona eru snjóalögin í Eyjahreppnum.



Frekar væri nú kuldalegt að ganga á Geirhnjúkinn núna en það breytist þegar vorar meira.



Veiðimennirnir eru örugglega ánægðir með snjóinn ekki síst á Djúpadalnum en þar er drjúgur forði fyrir sumarið.



Og Hellisdalurinn á líka eftir góðan forða af snjó eins og sést hér á þessari mynd. Sennilega ekki tímabært að ríða yfir Klifshálsinn strax eða hvað?



Að lokum ein mynd tekinn í átt að gamla húsinu og gripahúsunum.
Þarna sést í hluta af rúllustaflanum sem gott er að eiga sem stærstan á þessum tíma.

Annars er það helst að frétta að rollurnar sem að voru sæddar keppast við að bera og hinar fylgja svo í kjölfarið.
Svefnlítil nótt að baki og sennilega margar framundan en hvenær á að vaka ef ekki á vorin ?
Tek myndavélina með í húsin og nánari fréttir innan skamms.