26.04.2012 21:40

Aprílat



Þessi flotta frænka mín kom í afmæliskaffi til mín um daginn, þarna er hún hugfangin að hlusta á húsbóndann spila á gítar.



Og svo var komið að gríninu og þá var hlegið svo að skein í flottu nýju ,,vinnukonurnar,,
Já Fríða María var hress og kát þegar hún kom í sína fyrstu heimsókn í sveitina, verst að hafa ekki myndað Svandísi Sif þegar hún var á ferðinni fyrir stuttu síðan.
Gaman að nýju hlutverkunum mínum ,,móðursystir,, og ,,föðursystir,,

Nú er blíða hér í Hlíðinni alvöru vorveður, allavega þessa stundina hlýtt, súld og sæla.
Galvaskar sauðburðarkonur mættar á svæðið og allir farnir að telja niður í átt að sauðburði.
Annars fer sauðburðurinn ekki vel af stað fjögur lömb fædd og tvö af þeim dauð.
En er ekki fall fararheill ???

Í gær var brunað í Dalina Lambastaðastóð skoðað, ormahreinsað og fótsnyrt. Síðan fórum við að Kringlu en þar áttum við vonandi gæðingsefni undan Baldursdótturinni Dimmu frá Kringlu og Sporði frá Bergi. Það er bleikálóttur hestur sem enn hefur ekki hlotið nafn en málið er í vinnslu. Já það er alltaf gaman að koma í dalina en kvöldið dugði okkur ekki til að koma við á öllum þeim stöðum sem við ætluðum. Verðum að gera aðra tilraun fljóttlega.