12.01.2012 21:54

Brjóst, snjór og fundið fé.................

Nei nei það er allt í lagi að lesa lengra þetta er ekkert dónalegt............

Ég er búin að hlusta á ca átta fréttatíma í dag og að auki horfa á einn góðan þátt af heimildamyndinni Aðþrengdum eiginkonum. Það var því ekki útí loftið sem að ég tuldraði fyrirsögnina upphátt um leið og ég rölti inní herbergi til að setjast við skriftir. Útundan mér sá ég skelfingarsvip húsbóndans sem hafði greinilega illar bifur á því hvað kæmi á eftir fyrirsögninni.
En það er engu logið um það að þessi málefni hafa vinninginn í fréttum landans þessa vikuna.

Sennilega munu margir velta fyrir sér ,,brjóstgæðum,, á næstunni og varla hverfur snjórinn alveg í bráð.

En þá að lið númer þrjú..................fundið fé.
Það gleður alltaf aumt hjarta sauðfjárbóndans (rollukellingar) þegar fé finnst sem ekki var komið af fjalli. Og ekki var það nú verra þegar gripirnir voru einmitt þeir sem sárt var saknað svona m.v ræktunarvonir. Já tvær rollur og tvö lömb komu í leitirnar handan við fjallið í dag, hef ekki enn fengið fullnægjandi fréttir aðrar en þær hvaða gripir þetta eru.
Kannske smelli ég myndum þegar gripirnir koma í hús hér heima í Hlíðinni.
Lengi er von á einum..................hvað þá fjórum.

Það var dásamleg blíða hér í dag sem var vel notuð af flestum og fjöldi hrossa fékk að reyna frábært færi. En á morgun verður vafalaust komin rigning sem æskilegt væri að bræddi hálkuna sem er hér á veginum. Væri þakklát fyrir að fá annað hvort kannt eða miðju fyrir bílinn til að ,,halda,, sér í þegar brunað er um afleggjarann.