29.12.2011 22:36

Snjókorn falla.............



Sumir sem að ég þekki fara ansi langt á bjartsýninni, geta jafnvel flutt fjöll og hvað eina.
Salómon svarti tilheyrir sennilega þeim hópi..........
Salómon svarti er einstaklega hrifinn af kjúklingum í matinn og leit helst út fyrir það einn daginn að hann væri kominn í kjúklingaræktina. Allavega var hann ,,lagstur á,, og beið bara eftir að úr egginu kæmi einn tilbúinn í ofninn.
Eða sýnist ykkur það ekki ????

Hér er allt að fara á kaf í snjó og þarf að fara þónokkuð aftur í tímann til að finna annað eins.
Það er orðið hluti af verkum dagsins að moka snjó en eins og flestir vita þá er snjórinn oftast þar sem að hann á ekki að vera. Væri alveg til í að senda smá af honum í Bláfjöllin allavega skaflinn sem að kemur fyrir framan húsið svo ég minnist nú ekki á þann sem kemur við hlöðudyrnar.
Að keyra inn rúllur og gefa útigangi tekur um það bil helmingi lengri tíma en venjulega. Í svona tíðarfari er eins gott að fylgjast vel með hrossunum og finnst okkur að það sé nauðsynlegt að skoða þau daglega á meðan tíðin er svona.

Á meðan ég var að gefa og moka í hesthúsinu týndi ég til nokkra eftirmynnilega punkta í huganum sem ég hef hugsað mér að koma hér inn sem nokkurskonar annáli 2011.
Þeir voru orðnir nokkuð margir og kannske full hestatengdir en vonandi hef ég það af að koma þeim hér inn á morgun.
Það er bara þannig í mínum lífi að hápunktarnir eru nærri alltaf eitthvað tengdir hestum.