03.12.2011 23:04

Dregill er uppáhalds



Höfðinginn Dregill frá Magnússkógum og Mummi árið 2011.

Myndina tók gæðaljósmyndarinn Björn A Einarsson í Búðardal.

Dregill er sonur Gusts frá Hóli og Kolskarar frá Magnússkógum og einn af okkar uppáhalds hestum útaf honum Gusti frá Hóli.

Það var frábært vetrarveður í dag og gott reiðfæri á þjöppuðum snjó hér í Hlíðinni.
Gaman hefði nú verið að smella af nokkrum myndum en tíminn var notaður í annað og birtutíminn naumt skammtaður þessa dagana. Já tíminn hann er dýrmætur og alveg ótrúlegt hvað auðvelt er að eyða honum í eitthvað skemmtilegt. Ég hef oft hugsað um það á svona dögum hvað það er dásamlegt að vera að stússa í því sem manni er boðið uppá í sveitinni eða í fjöllunum eins og hér í Hlíðinni. Endalaus verkefni og það sem meira er áhugaverð verkefni og nóg af þeim. Lindex og Rolex verða bara hjómið eitt þegar fjallakyrðin, hestar og kindur eru annarsvegar. Já þetta er ekkert röfl, þetta eru staðreyndir kæru lesendur og þetta vita þeir sem reynt hafa trúið mér.

Mikið af trippum eru að stíga sín fyrstu spor undir manni þessa dagana og gaman að sjá hvernig gengur. Aðdáun mín á Gusti frá Hóli hefur ekki dvínað, ég hef ákveðið að halda undir Blæ frá Torfunesi og Hrimur frá Hofi stendur fyrir sínu.
Er þetta ekki góð setning svona undir rós?
Já bara gaman í hesthúsinu þessa daganana svo sem eins og venjulega.

Næsta föstudag er svo aðalfundur FT og er allt á fullu í undirbúningi fyrir hann.
vo eru jólin þarna einhversstaðar og rétt að fara að huga að þeim þegar tími gefst til allavega að hlusta á jólalögin.