12.11.2011 22:16

Hestamannafélagið Snæfellingur árshátíð 2011Sigurvegarar ársins Jón Bjarni og Anna Dóra á Bergi með formanni Snæfellings Gunnari Sturlusyni.

Árshátíð Hestamannafélagsins Snæfellings var haldinn í fjósinu á Kóngsbakka í Helgafellssveit þann 11.11.11. Já fjósinu það er rétt lesið hjá ykkur en fjósið er ekkert venjulegt fjós heldur þessi fíni veitingasalur sem að bændur á Kóngsbakka buðu fram til hátíðarinnar.
Og ekki nóg með það heldur skemmti Kóngsbakkatríóið gestum hátíðarinnar.Þarna eru þeir Tryggvi og Hrólfur í góðum gír.Maturinn var hreint frábær þökk sé góðum matreiðslumönnum þeim Sæþóri Þorbergs og Lárusi Ástmari Hannessyni.
Matseðillinn ekki af verri endanum lamb, svín og úrvals meðlæti, desertinn var svo sameiginlegt átak stjórnarinnar.................kaffi og tertur eins og allir gátu í sig látið.Eins og áður sagði voru þau Bergshjón afar sigursæl á árinu og hlutu fjölda viðurkenninga fyrir ræktun sín. Ein verðlaun sem að Bergsbóndinn hlaut komu honum hinsvegar nokkuð á óvart en það voru verðlaunin fyrir frumlegasta höfuðfatið á hátíðinni.
Þarna er einn af staðarhöldurum Sæmundur sem að var jafnframt húfudómari að veita Jóni Bjarna verðlaunin fyrir höfuðfatið.Á hátíðinni voru dregnir út vinningar í happdrætti félagsins sem að þessu sinni voru afar veglegir. Folatollar, spænir, reiðver, dekkjaúttektir, gisting, veitingar, reiðtúrar, úttektir í verslunum,unaðsolíur og ýmislegt fleira............................
Ekki slæmt að kaupa fimm miða og vinna á fjóra.......eins og ég gerði.
Formaður Hrossvest Gísli Guðmunds datt í lukkipottinn og vann folatoll, hér á myndinni fyrir ofan er hann brosmildur með gjafabréfið góða.Þarna er Bjarnarhafnarbóninn einbeittur á svip að mynda spússu sína sem að hlaut vinning í happadrættinu.Að sjálfsögðu var sungið mikið og þarna er það gert undir styrkri stjórn hetjutenóra félagsins.

Vel heppnuð samkoma sem sannarlega er komin til að vera árlegur viðburður hjá félaginu.
Takk kærlega fyrir........... þið duglega fólk sem að gerðu þessa hátíð svona skemmtilega.
Ég hef sett inn fleiri myndir hér á síðuna undir myndaalbúm.

Í dag var það svo námskeið hjá Mumma í Söðulsholti og mörg skemmtileg verkefni hér heima í blíðunni, nánar um það síðar.