02.11.2011 22:07

Alltaf gaman að fá vísur....Stungið saman nefjum í góða veðrinu........................þegar það var í boði.

Ég var að ..þvælast,, um heimasíðuna í gær og fann blogg frá því í október 2009 þar sem ég er að argast í rjúpnaskyttum og tuða svolítið. Mér fannst upplagt að deila þessum tengli á fésbókarsíðunni minni sem og ég gerði. Og viti menn það varð sko ekki til einskis skal ég segja ykkur því kella græddi þessa fínu vísu.

Einar upp til fjalla
yli húsa fjær
ramba rjúpnaskyttur
reiðist Hlíðarmær.
Karl minn komdu hérna
komdu ég er skass.
Hlaða skaltu hólkinn
og hitta í þeirra rass.

Skáldið góða er Valur Óskarsson.

Takk fyrir sendinguna Valur hvernig gat þér dottið í hug að ég væri skass? Hahahha.........

Nú liggur fyrir viðbragðsáætlun fyrir næstu helgi til að fækka óboðnum rjúpnaskyttum sem að flæddu um alla landaeignina síðustu helgi og trufluðu okkar sérþjálfuðu og sérvöldu elskur.

Spurning hvort að þetta verði örlögin???
http://skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=121661&meira=1