27.10.2011 23:35

Skemmtileg mynd.



Þessa skemmtilegu mynd sendi hann Per vinur minn í Danmörku til mín.
Myndin sýnir hluta að kindunum hans en hann ræktar feldfé með afar góðum árangri eins og fjölmörg verðlaun sanna. Við Per kynntumst fyrst þegar að hann hafið eignast hryssu frá okkur og kom til landsins í heimsókn. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar, hryssuhópurinn hans frá okkur hefur stækkað og afkomendur þeirra komnir vítt og breitt um danaveldi. Per hefur verið afar duglegur að koma í heimsókn til okkar m.a kom hann enn og aftur í réttirnar. Það er gaman að kynnast sauðfjár og hrossabónda í öðru landi.
Takk fyrir komuna Per og nú fer að koma að því að heimsækja þig.....................

Síðasti hópurinn af lömbum fór í slátur í dag og með þeim fóru þær kindur sem að höfðu lokið sínu hlutverki hér á bæ. Það var smalað fram á síðustu stundu og nú er bara að lesa rollubókina með góðu gleraugunum og finna út hvað vantar af fjalli. Ég er samt heldur bjartsýnni á betri tölur þar um heldur en í fyrra en bíðum og sjáum til sennilega verða þær seint taldar góðar þessar lokatölur.

Ég setti inn nokkrar myndir frá folaldasýningunni í Grundarfirði og bæti fleirum við fljóttlega.