23.08.2011 22:28

Dagur sjö í hestaferðinni.



Dagur sjö í hestaferð......................liðið örmagna eða hvað ????
Nei það var nú ekki svoleiðis en bláberin voru ansi freystandi og forreiðarfólkið tók toll á leiðinni. Frábær dagur eins og allir hinir.
Við riðum frá Klungubrekku inn fyrir Litla-Langadal, yfir hjá Vörðufelli að Bíldhóli í dag.



Þarna erum við að leggja af stað upp úr Litla-Langadalnum, snillingurinn Baldursbrá frá Múlakoti kann leiðina betur en nokkur annar og er hér aðeins að laga stefnuna hjá ferðafélögunum.



Landslagið var fjölbreytt og leiðin sem svo oft var farin á árum áður skemmtileg.



Kindurnar voru í eftirlitinu og töldu stóðið sem að rann framhjá.



Þarna er Astrid með Rifu og Tralla Trillubörn í einum fallega áfangastaðnum í dag.

Þeir sem að riðu í dag voru: Mummi, Skúli, Astrid, Þorgeir, Arnar, Sæunn og ég.
Aðeins fækkaði í kvöld þegar að Sæunn og Þorgeir yfirgáfu okkur en nýjustu fregnir herma að við fáum góðan liðsauka á morgun.