09.08.2011 00:11

Fallegur dagur



Þessar dömur máttu engan tíma missa við að bíta gras og fylla magnann.
Þarna eru Birta frá Lambastöðum dóttir Blæs frá Hesti og Fenju frá Árbakka, Ragna frá Hallkelsstaðahlíð dóttir Arðs frá Brautarholti og Tryggðar frá Hallkelsstaðahlíð og Ösp frá Lambastöðum dóttir Hreims frá Þúfu og Flugu frá Lambastöðum.

Enn einn skemmtilegi hestahópurinn kom hér í dag núna voru það Hólmarar, Helgfellingar og fylgdarlið. Nú er bara að leggja á með þeim á morgun og fylgja þeim eitthvað áleiðis.

Heyskapurinn gengur vel það sem af er allt komið í plast sem að við heyjum niður í sveit og hér heima klárast hver bletturinn af öðrum. Eigum þó töluvert óslegið en rúllufjöldinn fer samt að nálgast 900.

Hér á skrifborðinu hjá mér er rollubókin að verða ,,borðföst,, ég er að taka skorpur í því að skár vorupplýsingarnar inn en gengur á ýmsu. Forritið Fjárvís er eflaust bara gott en verður seint kallað heppilegt til notkunnar í lélegu netsambandi. Það rífur í mína þolinmæði að skrá upplýsingar um 700 kindur og þurfa að telja uppá minnsta kosti tuttugu á milli atriða.
Kannske verð ég orðin tamnin og stillt eftir þessa miklu æfingu í þolinmæði.