03.08.2011 23:47

Fréttnæmt nú eða ekki........



Kátur frá Hallkelsstaðahlíð fæddur 2009.
Faðir Auður frá Lundum, móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Nú er Karún mín komin heim eftir góða heimsókn á suðurlandið með staðfest fyl undan Spuna frá Vestukoti. Þær hryssur sem að áttu pláss hjá Spuna voru sæddar í Sandhólaferju og síðan sendar heim á meðan beðið var eftir því hvort að þær hefðu haldið. Ég er svo heppin að eiga góða að nærri Sandhólaferju svo að ég þurfti ekki að brenna suður og sækja Karúnu fyrr en staðfest hafði verið að hún væri fylfull.  Jakob yfir sundmeistari í Ásakoti gleymdi hryssuna sem að var svo sannarlega í góðu yfirlæti nánast í garðinum. Takk kærleg Jakob og Arnheiður fyrir geymsluna á drottningunni henni bregður við að hafa ekki einkahólf þegar hún kemur heim.
Ferðina austur notuðum við til að fara með hana Gefn undir stóðhestinn Leikir frá Vakurstöðum. En Astrid okkar var svo heppin að vinna folatoll undir Leikir í happadrætti í vor og nú er bara að sjá hvort að henni verði að ósk sinni og fái hryssu næsta vor.

Í kvöld fékk ég fréttir að Klara vinkona okkar frá Lambastöðum hefði kastað jarpri hryssu undan Stíganda frá Stóra-Hofi. Það verður spennandi að sjá þessa nýju hryssu, til hamingju með gripinn Lambastaðabændur.

Nokkur hross frá okkur fluttu til nýrra heimkynna í vikunni og önnur bíða þess að fljúga til annara landa. Segið svo að það sé ekkert að gerast hér í fjöllunum.
Nánar um það síðar.

Heyskapurinn er kominn á fullt, allt komið í plast á Rauðamel, Melunum og kapparnir að rúlla í Haukatungu þessa stundina. Nú er bara að vona að það haldist þurrt í nokkra daga svo að heyskapurinn gangi fljótt og vel.
Þá er næst að huga að hestaferðinni sem að vonandi verður bæði til gagns og gamans.
Tamningar, smalatrimm, gleði og gaman en ekki síst að uppfylla afmælisgjöfina sem að við gáfum sauðburðarhjúunum okkar í fyrra. Hjúin urðu 80 ára á síðasta ári svo að það er nú alveg tímabært að koma þeim í alvöru hestaferð.
Já hestaferðir eru til margra hluta nytsamlegar.

Á næstunni er mikið framboð af kvennareiðum hér um slóðir spurning hvort það ég ekki bara rétt að ríða á milli þeirra? Reiðin í Dölunum verður á laugardaginn og svo hér þann 13 ágúst. Bara gaman að hittast og fara í smá reiðtúr þó svo að mér huggnist nú alltaf betur að hafa mannskapinn allan í bland.