27.05.2011 01:52

Vorið er komið...........vonandi.Þarna sjáið þið hann Fjarka Þristson með mömmu sinni Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

Já vorið er sennilega komið allavega eru komin tvö folöld, hestur undan Þristi frá Feti og Rák frá Hallkelsstaðahlíð. Óskin var að fá jarpskjótta hryssu undan Þristi en raunin var brúnn hestur. Ég er samt harla ánægð með gripinn og tel að gæðin verði bara ennþá meiri fyrst að ekkert púður fór í litinn. Held bara aftur undir Þristinn og kanna hvort að ég fái ekki skjótta hryssu sem að t.d gæti heitið Hulda.
Snör átti jarpa hryssu sem hlotið hefur nafnið Randi frá Hallkelsstaðahlíð en Sveinbjörn frændi minn fékk þennan fína toll undir Soldán frá Skáney í afmælisgjöf í fyrra og er nú einni glæsihryssu ríkari.

Ekki kasta fleiri hryssur alveg á næstunni en það styttist samt í fleiri folöld.

Sauðburðurinn er langt kominn en óvenju margt fé er ennþá inni miðað við dagatalið.
Veðrið hefur verið einstaklega leiðinlegt og þó svo að maður geti ekki vælt þar sem að við sluppum við öskfall er þetta tíðarfar hundfúllt.
Við höfum fengið góða aðstoð frá fjölmörgum í sauðburðinum og eflaust margir farið örþreyttir heim eftir ,,helgarfrí,, í sveitinni.Ekki hefur allt aðstoðarfólkið verið hátt í loftinu.........................Og Botnuflekka er mjög ofarlega á vinsældarlistanum.................enda gullfalleg og litfríð.

Pálína mín sem að brá sér af bæ til að bæta forustustofninn er heldur betur að standa sig og bara móflekkóttum hrúti og svartflekkóttri gimur í fyrradag.
Þarf að mynda gripina við fyrsta tækifæri.

Eins og þið hafið séð hefur ekki verið mikill tími til að sitja við ,,bloggskrif,, en nú verður farið í það verkefni að standa sig betur við það.