21.05.2011 12:43

Enginn heimsendirGlæsilegar mæðgur þær Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Fríða Hildur Steinarsdóttir.

Í gær var brunað norður að Hólum til að vera við útskrift hjá flottu Hólakrökkunum.
Sylvía hélt uppteknum hætti og sópaði til sín öllum verðlaunum sem í boði voru fyrir nemendur á þriðja ári. Sannarlega flottur fagmaður á ferð sem að sló einkunnamet við skólann og hefur alla burði til að slá fleiri góð og mikilvæg met í framtíðinni.
Ekki gekk þó allt eins og helst var á kosið og þrátt fyrir góðan dag skyggði það á að Fannar og Gosi eru báðir úr leik í bili sökum meiðsla. Það gerir það að verkum að Mummi fer ekki í lokapróf fyrr en síðar í sumar.
Það er alltaf hátíðleg stund að mæta þarna norður og klæða nýútskrifaða reiðkennara í FT jakkana.
Innilega til hamingju með áfangann ég veit að þið verðið sjálfum ykkur til mikils sóma í framtíðinni og það er fyrir mestu.

Síðustu vikur hafa verði stembnar í meira lagi þar sem að veðrið er í illum ham og lítið sem ekkert hægt að setja út af lambfé. Enda er ástandið þannig í húsunum núna að hvert sem að litið er má sjá lambfé.
Sauðburðurinn hefur gengið þokkalega en þónokkuð er ennþá eftir að bera.
Við höfum fengið góðan liðstyrk við sauðburðinn sem heldur betur munar um.
Ég hef enn ekki gefið mér tíma til að fara með myndavélina en það kemur að því.

Að lokum ekki hefur bólað neitt á heimsendi hér en við búum nú á mörkum hins byggilega heims svo að það kemur kannske að því......................