08.05.2011 08:47

Noregur heitur og kaldur.Já það var gott veðrið í Grimstad laugardaginn 30 apríl þegar ég var þar að dæma.Á mótinu voru margir góðir hestar þarna eru t.d Hárekur frá Vindási og Stikill frá Skrúð.Um kvöldið var mér svo boðið í heimsóknir m.a á flottan veitingastað þar sem að gestirnir geta notið veðurblíðunnar og rennt fyrir fisk í leiðinni.
Mér fannst þetta nokkuð góð hugmynd sem að við gætum kannske nýtt okkur en sjarminn dofnaði svolítið þegar mér varð hugsað til þess hversu fáir svona dagar væru í boði.En þær voru margar góðu hugmyndirnar í Noregi..............ég get örugglega sett upp hundabar þó ekki væri annað.Ó já það getur nú líka orðið svalt við dómstörfin þó í Noregi sé..........en þessi kunni sko á það.Þessi mynd er tekin snemma á sunnudaginn áður en að seinni blíðan ,,skall,, á hér í Grimstad.
Dómararnir Jenne og Birgitta með góðum ritara.

Smelli svo inn fleiri myndum í albúmin þegar nettengingin er bertri.