18.12.2010 12:26

Sauðfjárrækt og fundir

Það hefur margt á dagana drifið síðan ég bloggaði síðast og eins og þið hafið séð ekki verið mikill tími til ritsmíða.
Sauðfjárræktin hefur tekið drjúgan tíma,fundir og að sjálfsögðu jólaundirbúningur sem þó er kominn styttra en æskilegt getur talist.  En er maður ekki alltaf á síðustu stundu hvort eð er?

Hér voru kindur sæddar dagana 15 og 16 desember samtals 55 stykki.
Hrútarnir sem að notaðir voru þetta árið eru: Kveikur frá Hesti, Hukki frá Kjarláksvöllum, Hriflon frá Hriflu, Frosti frá Bjarnastöðum, Borði frá Hesti, Laufi frá Bergsstöðum, Kostur frá Ytri-Skógum, Ás frá Ásgarði, Bogi frá Heydalsá, Bokki frá Dunki og Sómi frá Heydalsá.
Nú stendur yfir mikill vísinda verknaður það er að segja velja samna gripi fyrir heimahrútana sem hafa góðfúslega afþakkað frekari ,,heimilisaðstoð,,
Nánar um það síðar.

Á fimmtudagskvöldið komum við í stjórn Félags tamningamanna saman og skelltum okkur á jólahlaðborð í höfuðborgina.
Skemmtilegt kvöld og mikið spjallað með góðu fólki, aldeilis næg verkefni framundan.
Takk fyrir kvöldið kæru vinir.

Á föstudaginn var svo fundur hjá Fagráði í hrossarækt, langur en góður fundur og mörg málefni rædd. Alltaf nóg um að vera hjá hestamönnum.