12.12.2010 23:46

Skemmtilegur dagurFormaður Félags hrossabænda og fjallkóngur Kristinn Guðnason hlustar á sitt fólk syngja ,,gordjöss,, sönginn góða í afmælisveislunni í dag.

Það var brunað á suðurlandið í dag en Kristinn í Árbæjarhjáleigu fagnaði þar 60 árum.
Eins og við var að búsast var veislan vegleg og dugði ekkert annað en stórt íþróttahús undir mannskapinn. Já hundrað manns á hver 10 ár, ekki amalegur vinahópur það.
Ágúst rektor á Hvanneyri stjórnaði samkomunni og fórst það afar vel eins og við var að búast. Rifjaði hann upp margar skemmtilegar sögur frá samstarfsárum sínum og Kristins sem að allar voru drepfyndnar. Guðni Ágústsson fór á kostum bæði á sinn kostnað og afmælisbarnsins og margir fleiri lögðu sitt af mörkum til að skemmta afmælisbarninu og veislugestum. Svo er alltaf gaman að hitta hestafólk spá og spjalla að sjálfsögðu um hross.
 Já svo sannalega skemmtileg veisla og veitingarnar frábærar.
Takk fyrir skemmtilegan dag.

Ég lít nú öðru hverju á almanakið og tel dagana til jóla er samt enn róleg enda búin að baka slatta af smákökum. Verkefnalistinn er samt á sínum stað...........og fer ekki neitt.