29.11.2010 23:11

Aðventuannir..........



Eins og þið sjáið þá er jólaundirbúningur hafinn hér á bæ og þar sem að húsfreyjan hefur verið þó nokkuð upptekin að undan förnu, réð hún starfskraft í verkið.
Salómon svarti er liðtækur í margt.
Það er spurning hvort það var af nærsýni eða vandvirkni sem að kappinn var svona staðsettur við ,,vinnuna,, en allavega var áhuginn nægur.
Þegar vel liggur á okkur Salómon og rittíminn nægur ætlum við að deila með ykkur lífsreynslusögu.
Sagan er dramatísk, spennandi og með hrollvekjuívafi enda komumst við svo sannarlega í hann krappan.  Og erum við þó engir ,,kettlingar,,
Já njósnir, eftirför, flótti, neyðarkall og jafnvel enn alvarlegri mál koma fram í sögunni.........
Bíðið þið bara.............

Í dag var kíkt í ,,jólapakkana,, eins og það er kallað hér á bæ en það er  þegar Edda dýralæknir mætir á svæðið og sónar hryssurnar. Það er skemmst frá því að segja að allar hryssurnar sem að sónaðar voru og til stóð að væru fylfullar stóðust prófið.
Ég ætti nú að vera dugleg einhvern daginn og smella inn myndum af hryssunum og stóðhestunum sem eiga von á afkvæmum næsta vor.

Nú er hrútaskráin komin á náttborðið með gleraugun ofaná, svo að nú fara hlutirnir að gerast