27.09.2010 20:37

27 september 2010Hér er mynd sem tekin var í leitunum yfir Hafurstaði og Hlíðarvatn.
Myndin er tekin af Skálarhyrnunni.
Myndgæðin eru ekki sérstök þar sem að vélin er ,,imbi,, en myndin sýnir samt hversu lítið er í Hlíðarvatni.
Við eigum fullt af myndum sem að teknar voru í leitunum sem að ég á eftir að koma hér inná síðuna.Þessi mynd er aftur á móti tekin af Hlíðarmúlanum.

Í dag slepptum við nokkrum ráðsettum smalahestum sem lokið hafa störfum í haust, nóg er samt eftir og rúmlega 30 á járnum. Mér finnst þetta alltaf skemmtilegur tími til að ríða út og vinna í ungum tryppum tala nú ekki um þegar svona vel viðrar.
Já í dag var 14 stiga hiti og blíða hér í Hlíðinni.

Dagleg skoðunarferð í folaldagirðinguna var skemmtileg í dag allt í ró og næði gott veður og folöldin bara nokkuð hress. Flest þeirra eru fljót að koma og skoða þessi furðuverk þegar við komum og setjumst á þúfu. Athygglivert að fylgjast með hvað þau eru mismunandi framfærin og hvernig framkoma þeirra hvert við annað er. Ekki ósvipað krakkahóp sum eru hress og kát önnur þung og hafa hreinlega ekki eins gaman af lífinu.