21.09.2010 21:27

Smá sýnishorn af réttunum.Fjalla-Eyvindur ?
Nei reyndar ekki bara tveir vaskir smalar að störfum án fjórhjóls og án hesta.

Já nú er aðalfjörið frá sem sagt sex daga skorpa sem að gekk alveg ljómandi vel með hjálp góðra manna og kvenna.
Heimtur bara nokkuð góðar og 402 lömb farin í Skagafjörðinn...........nú er bara að bíða eftir meðavigtinni. Mér hefur sýnst á fésbókinni að þeir sem að eru ánægðir með vigtina sína  segja frá henni en hinir þegja samviskusamlega. (Alveg eins og hjá konunum)
Nú er bara spurningin hvort vigtin verður hér gefin upp?Hér kemur smá sýnishorn í myndum seinna kemur það í máli...............smá þreyta í gangi.Hér kemur mynd af systrunum sem að stóðu í ströngu í eldhúsinu og sáu um að enginn færi svangur.
Bara fyrir þá sem að alltaf rugla nöfnunum á þeim fv Lóa, Stella, Fríða, Svandís og Sirrý.Stemmingin var frábær 0g jafnt stórir sem smáir nutu veðurblíðunnar.Og svona var nú gaman þegar sest var niður og spjallað..............

Það voru teknar nokkur hundruð myndir þessa daga sem að ég reyni að koma inn við fyrsta tækifæri.

Það var frábært að fá allt þetta góða fólk til að hjálpa okkur í leitum, réttum eða eldhúsinu.

Takk kærlega fyrir frábæra daga kæru vinir við hér í Hlíðinni erum ykkur afar þakklát.