14.09.2010 23:22

Folaldaskoðun á Gunnlaugsstöðum.



Þessum varð vel til vina við fyrstu kynni Eyvindur og Moldi litli á Gunnlaugsstöðum.

Já í gær var brunað upp að Gunnlaugsstöðum til að líta á folöld.
Hugmyndin var að hjálpa góðum grönnum að finna fermingargjöf handa ungri dömu.



Ekki vantaði nú litadýrðina í þetta stóð rauðskjótt, moldótt, brúnskjótt, jarpskjótt og margir fleiri skemmtilegir litir.................



Hér kemur svo mynd af aðal erindinu en þetta er gripurinn sem að varð fyrir valinu og bíður þess nú að verða happagripur nýs eiganda. Hún sýndi ljómandi tilþrif bæði á tölti og brokki.
Ekki skemmir fyrir að hryssan er með hvíta kríumynd á hálsinum en auðvitað hinu megin.
Spurning hvort að það á eftir að hafa eitthvað með nafngiftina að gera?




Eftir að hafa skoðað allt stóðið vandlega með Þórði bónda var röllt heim í kaffi þar sem við áttum skemmtilegt spjall. Rifjaðar voru upp gamlar og nýjar sögur af góðum sveitungum.
Já það er alltaf gaman að rifja upp skemmtilega tíma með góðu fólki.
Takk fyrir okkur Þórður og Lína.