06.09.2010 21:58

Staðan í dag............



Þarna sjáið þið Guðdómlegan Hnappadal í baksýnisspeglinum mínum.

Já það getur verið nauðsynlegt að líta í ,,baksýnisspegilinn,, vega og meta stöðuna, rifja upp góðar stundir og gleyma þeim leiðinlegu. En það er víst eins gott að gleyma sér ekki við að horfa í spegill eins víst að maður keyri þá bara útaf.

Síðast liðinn fimmtudag var sónarskoðað hjá höfðingjanum Hlyn frá Lambastöðum eins og vænta mátti voru allar hryssurnar fylfullar. Dimma okkar var hjá kappanum og með 30 daga gamalt fyl. Allt undir,,kontrol,, hjá Eddu sem að klárlega er einn öruggasti sónarskoðari hér um slóðir og örugglega þolinmóðasti dýralæknir sem ég hef kynnst.
Við vorum í smá basli með að sannfæra eina hryssuna um að við værum traustsins verð og óhætt væri að láta okkur ná sér. Girðingin var stór og þýfð, hryssan stygg og við ,,rosalega,, hlaupaleg eða þannig.
Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig þetta gekk en Edda og bláberin í stóðhestagirðingunni höfðu sem betur fer róandi áhrif á okkur svo að málið fékk farsælan endi.

Heldur betur hljóp nú snærið hjá húsfreyjunni þegar hún fékk sendingu af vestfjörðunum um daginn. Með öðrum orðum nú á ég fullt af dýrindis aðalbláberjasafti sem hressir, bætir og kætir. Þökk sé okkar góðu vinum í vestrinu.

Í gær smöluðum við stóðinu heim og tókum frá hóp af hestum sem að við vonumst til að geta notað í leitirnar. Útlitið benti ekki til þess að þau hafi liðið skort að undanförnu.
Þessar elskur hafa verið í fríi í nokkrar vikur en eru nú vonandi komin í stuð aftur.
Við fengum góða heimsókn úr Borgarnesi til stússa í þessu með okkur.
Takk fyrir komuna Þorgeir og co.

Nú er Anne okkar komin aftur og einnig hún Sandra frá Svíþjóð sem að ætlar að vera hjá okkur í viku. Duglegar og áhugasamar stelpur sem munar heldur betur um í öllu atinu.
Astrid kom heim í helgarfrí en er nú farin á vit ævintýranna noðrur í Eyjafjörð með hóp frá Landbúnaðarháskólanum á  Hvanneyri.