27.08.2010 23:19

Tamningatryppin.........



Þegar ég er löt að skrifa er gott að hafa verið dugleg með myndavélina því þá geta myndir sagt meira en mörg orð. Hér á eftir koma myndir af nokkrum tryppum sem við erum að vinna með þessa dagana. Mörg eru aðeins stutt á veg komin en það getur samt verið gaman að skoða myndir af misjöfnum tamningastigum.
Hér að ofan er efnis foli sem heitir Hattur frá Eyrarbakka, hann er í eigu heiðurshjóna á Vestfjörðum.



Verður örugglega ánægður með sig kallinn þegar hann fer að ríða út fyrir vestan.



Hér er Nótt frá Reykjavík skemmtileg efnis hryssa með góðar gangtegundir.



Þarna er svo systir hennar Von frá Reykjavík sem dansar af kátínu og vinnugleði.



Og meira af Voninni góðu sem ég hef svo mikla trú á..............................



Skeggi Stælsson okkar skaust framhjá og auðvitað smelli ég mynd af honum líka.

Næstu daga ætla ég svo að kynna fleiri hross fyrir ykkur með þessu hætti, sjón er jú sögunni ríkari.

Í gær vorum við ,,túristar,, í Borgarfirði fórum á yfirlitssýningu uppað Miðfossum, skoðuðum folana okkar á Kistufelli og brunuðum svo um sveitirnar í góða veðrinu.
Já Borgarfjörðurinn er fallegur og ekki skemmir nú fyrir að hafa Hnappadalinn með.................í sveitarfélaginu. Verst hvað margir hafa gleymt því...................

Fullt af myndum væntanlegar á síðuna úr því ferðalagi.