13.08.2010 23:16

Föstudagurinn 13.........



Stóri sokkaþvotturinn.....................

Mér finnst rigningin góð...........osfrv..........en að sjálfsögðu á hún að vera í hófi eins og annað gott.
Það var orðið tímabært að fá vætuna og mikið hefur allur gróður lifnað og braggast.
Svo er logn, súld og blíða drauma útreiðaveðrið mitt.

Í gær fjölgaði ört hjá okkur þegar 5 skemmtileg tryppi bættust í tamningatryppa hópinn.
Eins og áður hefur komið fram þá erum við með rúmlega 20 frumtamningahross sem skemmta okkur þessa dagana. Bráðskemmtileg tryppi öll sem eitt bara hvert á sinn hátt.
Það er erfitt að gera uppá milli þeirra svo að ég hef ákveðið að hafa fyrirmyndarhesta dagsins þrjá. Fyrst er það ungfrú Melkorka sem er undan Blæ frá Torfunesi mikill persónuleiki og prímadonna þar á ferð. Þá er það Birta Blæsdóttir en nú frá Hesti gullfalleg og spennandi hryssa og að lokum Fangi minn undan Andrá og Þór frá Þúfu, næmur og skemmtilegur öðlingur. Já ég gæti sko haldið áfram að telja upp og örugglega mundi bætast ríflega við ef að allir sem í hesthúsinu stússa þessa dagana væru spurðir álits.

Fyrsti fundur Landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar var í gær. Þó nokkrar mannabreytingar hafa orðið í nefndinni og alveg ljóst að kynja jafnrétti er ekki í hávegum haft.
Fjórar kellur, einn herra og ritarinn auk þess kona.
Frekar voru störf nefndarinnar á jákvæðum nótu á þessum fyrsta fundi og vonandi ekkert um afglöp að minnsta kosti keyptum við ekkert hús.

Þið hafið vonandi fundið út hvaðan myndin var á blogginu mínu þann 8 ágúst ?
Þessa mynd tók ég á leiðinni heim úr Borgarnesi síðasta sunnudag, þá var himininn logandi fyrir ofan Arnarstapa á Mýrum. Já flottur bakgrunnur hjá þeim Ásgerði og Stulla.
Það var sko algjört glópalán að vélin var í bílnum.

Alveg rétt í dag er föstudagurinn 13..............og bara ljómandi happa dagur :)