29.06.2010 22:52

Sporður, Uggi og silungur......



Ef að þessi dama kynni að fara inná Worldfeng......................



...........þá væri hún að springa úr monti.........................



....eins og Rósmundur litli..............

Faðir þeirra Sporður frá Bergi fór í kynbótadóm í dag og stóð sig ljómandi vel.
Hann hlaut 8.18 fyrir byggingu, 8,28 fyrir hæfileika og aðaleinkun 8,24.
Góður árangur þrátt fyrir að pestin hafi verið að hrella hann eins og flest önnur hross.
Uggi frá Bergi er sammæðra Sporði og fór í glæsilegar tölur í dag fékk 8,73 fyrir hæfileika.
Skriða litla systir þeirra stóð sig einnig með prýði í dag kom út með um 7.90
Innilega til hamingju Bergsbændur.



Þessi getur líka verið sperrtur því faðir hans Stikill frá Skrúð fór líka í kynbótadóm í dag.
Stikill hlaut 8,38 fyrir byggingu, 8,10 fyrir hæfileika og aðaleinkun 8,21

Þann 26 júní kastaði Dimma rauðstjörnóttum hesti undan Gosa frá Lambastöðum og þann 27 júní kastaði Upplyfting rauðstjörnóttum hesti undan Gosa frá Lambastöðum.
Ég verð að fara að mynda þá kappa við tækifæri.

Ég vil nú ekki vera vanþakklát en ætla að deila því með ykkur að núna eru fædd 11 folöld hér í Hlíðinni níu hestar og tvær hryssur. Mætti að skaðlausu vera öfugt hlutfall.

Nú er sauðburði hér á bæ formlega lokið sú allra, allra síðasta bar í dag. Það var gamla Svartkolla sem lét bíða svona eftir sér, hún kom með hvíta gimbur og var bara stollt af henni.
Astrid var mjög ánægð þegar sauðburðurinn var formlega frá og mátti ekki á milli sjá hvað gladdi hana meira sauðburðarlok eða innganga í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.
Nú er sem sagt stelpan á leið í Hestafræði á Hvanneyri.
Annars hefur hún staðið í ströngu að undanförnu við að verja túnið fyrir aðgangshörðum túnrollum sem svífast einskins þegar girðingar eru annarsvegar.
Hún hefur reynt ýmislegt en besta ráðið var án efa að setja upp skilti við fjölfarinn túnrolluveg......................



Já hún Astrid deyr sko ekki ráðalaus :)

Veiðin í vatninu hefur verið góð bæði í net og á stöng, hér sjáið þið einn myndarlegan sem kom á land nýlega.



Mér finnst samt bleikjan betri.