18.06.2010 22:49

Bræður.............



Þessi mynd heitir ,,bræður,, þarna eru þeir Kostur og Mói Sparisjóðssynir að æfa sporin daginn eftir geldingu. Samstíga en svolítið slappir.

Það er búið að vera dýrðlegt veður undanfarna daga ekki alltaf sól en algjör blíða og eins og maður hefur svo oft hugsað síðustu vikurnar flott útreiðaveður............
Folöldin stækka og bumban á óköstuðu hryssunum stækkar líka, bara spennandi.

Tvær kindur eru eftir að bera og eru að verða svolítið þreytandi enda ættu þær að vera löngu komnar út. En þar sem vandamála gripir eru enn inni þá munar ekki um þær.
Annars kom Astrid með góða hugmynd um daginn sem að toppar söguna um bóndann sem skaut alltaf kindina sem átti að bera síðast því hann nennti ekki að bíða eftir henni.
Hún vildi bara keyra þessar sem eftir voru inní Stykkishólm til Rúnars dýralæknis og panta keisaraskurð á þær. Ekki slæm hugmynd......allavega ekki að öllu leiti.

Vel veiðist í vatninu bæði í netin og eins á stöng nú ætlar húsfreyjan að gerast myndarleg og prófa að grafa bleikju. Veit að það er gott en hlýtur samt að verða enn betra ef að maður getur montað sig af því að hafa gert það sjálfur. Annast finnst mér silungurinn bara bestur soðinn með kartöflum og smjöri.

Svo eitt í lokin............ gaman væri nú ef að þið smelltuð nafninu ykkar í gestabókina.
Þá finnst mér þið líka svolítið nær mér svona eins og þið hafið komið í alvöru heimsókn.